40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 8 3. Tengdu orðin við rétta merkingu: a. að grínast (so.) ( ) mjög drukkinn/fullur b. vörn (no.) ( ) hópur fólks sem vinnur að ákveðnu efni c. óþarfi (no.) ( ) það að verjast, t.d. í fótbolta d. bryggja (no.) ( ) að segja ósatt e. hellaður (lo.) ( ) að tala um f. að ljúga – getur logið (so.) ( ) þarf ekki, ekki nauðsynlegt g. gæi (no.) ( ) gaur, ungur strákur h. nefnd (no.) ( ) staður þar sem skip eru geymd i. viðburður (no.) ( ) bull j. kjaftæði (no.) ( ) að djóka k. að ræða (so.) ( ) skemmtidagskrá 4. Hvað þýða orðasamböndin? Að sofa yfir sig Að horfa með öðru auganu Að vera í gati Að vera þunnur Að láta einhvern fjúka Að vera í smá bobba Á meðan horft er: Svaraðu eftirfarandi spurningum í stuttu máli eða krossaðu við rétt svar. 1. Hvar er Rut þegar hún vaknar? 2. Rut drífur sig heim um morguninn af því að: a. ( ) hún þarf að draga upp gardínurnar hjá litla bróður sínum. b. ( ) hún þarf að vekja litla bróður sinn. c. ( ) hún saknar litla bróður síns. d. ( ) hún ætlar að tala við mömmu sína. 3. Af hverju þarf litli bróðir hennar ekki að fara í skólann? 4. Við hvað vinnur Sunna?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=