40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2 Kennsluleiðbeiningar og verkefni með sjónvarpsþáttunum Hvítar lygar Hér á eftir koma verkefni með sjónvarpsþáttunum Hvítar lygar sem hugsað er fyrir nemendur á efri stigum framhaldsskóla í íslensku sem öðru máli, nemendur sem eru á hæfnistigi A2/B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Þættirnir eru fjórir og hver þáttur er um 16–19 mínútna langur. Verkefnin eru þrenns konar: verkefni sem hægt er að leggja fyrir nemendur áður en horft er á þáttinn, á meðan horft er á þáttinn og eftir að horft hefur verið á þáttinn. Markmið með verkefnum fyrir áhorf eru: • að kynna þáttinn. • að vinna með fyrri reynslu, þekkingu og orðaforða nemenda sem nýtist þeim við áhorfið (hér er t.d. tækifæri til að kenna nemendum að fletta orðum og orðasamböndum upp í orðabók, https://islenskordabok.arnastofnun.is/). • að vekja áhuga á þættinum. Markmið með verkefnum á meðan horft er: • að auðvelda nemendum að halda þræði og skilja innihaldið. • að viðhalda athygli nemenda. • að beina athygli nemenda að aðalatriðunum. • að beina athygli nemenda að ákveðnum atriðum. • að auka orðaforða. Markmið með verkefnum eftir áhorf eru að nemendur: • festi orðaforða í minni. • fái tækifæri til að vinna á skapandi hátt með innihald þáttarins. • fái tækifæri til að sýna skilning sinn á efninu. • auki þekkingu sína á íslenskri menningu. Hæfniviðmiðin: Mikilvægt er að hafa stillt á íslenskan undirtexta þegar horft er. Gott er fyrir nemendur að bæði sjá og heyra íslenskuna. Það eykur líkur á að þeir skilji það sem sagt er og auki um leið færni sína í hlustun og lestri. Verkefnin miða að því að auka færni nemenda í að tjá sig í samskiptum, frásögn og ritun.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=