Hvítar lygar, kennsluleiðbeiningar og verkefni

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 18 Eftir áhorf: Eftirfarandi spurningum er hægt að svara skriflega eða munnlega, í parvinnu eða einstaklingsvinnu: 1. Hvað er einelti? Hver verður fyrir einelti? Er allt það sem strákarnir segja um Stefán í búningsklefanum satt? 2. Matti er með mikla eftirsjá þegar hann fréttir af því að keyrt var á Stefán. Af hverju? 3. Hvað þýðir orðatiltækið Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur? 4. Í lok þáttarins tekur Almar í hönd Rutar og þau horfast í augu. Hvað heldur þú að það þýði? 5. Á spilinu sem Almar dregur úr Tarot-spilabunka Lydíu stendur: Endings and beginnings, the old must be released, so that the new can enter. Eru einhver skilaboð í því? Tillögur að lokaverkefni eftir að horft hefur verið á alla þættina. Skapandi, skriflegt og munnlegt 1. Búið til leikþátt þar sem þið segið frá því sem gerist í framhaldi af þáttunum og hafið endinn eins og þið mynduð vilja hafa hann. 2. Veldu eina persónu og ímyndaðu þér að þú sért þessi persóna. Skrifaðu dagbók þessarar persónu þegar hún er orðin 40 ára og segðu frá lífi hennar þegar hún var unglingur og hvað hefur gerst í lífi hennar síðan þá. 3. Segðu frá samskiptum tveggja persóna í þáttunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=