Hvítar lygar, kennsluleiðbeiningar og verkefni

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 14 15. Almar fer ekki með stelpunum að borða af því að a. ( ) hann er ekki svangur. b. ( ) hann þarf að athuga með Matta. c. ( ) honum finnst maturinn á N1 ekki góður. d. ( ) hann er þreyttur eftir sýninguna. 16. Hver kemur með matinn til stelpnanna? 17. Er Matti heimskur? 18. Almar skammar Matta af því að a. ( ) Matti var í bíl með öðrum strákum. b. ( ) Matti kom seint heim og var með stæla. c. ( ) honum þykir vænt um Matta. d. ( ) Matti er frændi hans. Eftir áhorf: Eftirfarandi spurningum er hægt að svara skriflega eða munnlega, í parvinnu eða einstaklingsvinnu: 1. Settu þig í spor Almars. Hvernig líður honum þegar Rut er að mála hann? Af hverju? 2. Hvað er hjálpsemi? Hvaða dæmi sjáum við um hjálpsemi í þessum þætti? 3. Flóki, strákur úr skólanum, kemur með mat til stelpnanna. Hann er greinilega skotinn í Sunnu. Af hverju getur það orðið vandamál? 4. Hvað segir Matti í lok þáttarins til að særa Almar? Af hverju gerir hann það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=