40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 10 14. Sunna á erfitt með að einbeita sér í stærðfræðitímum af því að a. ( ) kennarinn hennar er svo myndarlegur. b. ( ) hún er með athyglisbrest (ADHD). c. ( ) hún er lasin. d. ( ) kennarinn er aldrei í brjóstahaldara. 15. Í hvaða nefnd hefur Lydía áhuga á að vera? a. ( ) í íþróttaráðinu b. ( ) í kvikmyndafélaginu c. ( ) í skemmtinefndinni d. ( ) í femínistafélaginu 16. Hvað finnst Lydíu vanta í femínistafélagið? a. ( ) hana sjálfa b. ( ) einhvern sem hefur reynslu af því að mæta rasisma c. ( ) einhvern sem er ekki hvítur d. ( ) allt ofan nefnt 17. Hvaða viðburði er Lydía að fara að stjórna? a. ( ) bíósýningu b. ( ) dragsýningu c. ( ) fótboltamóti d. ( ) söngkeppni 18. Er Sunna femínisti? Eftir áhorf: Eftirfarandi spurningum er hægt að svara munnlega eða skriflega, í hópvinnu, parvinnu eða einstaklingsvinnu: 1. Af hverju er Rut ekki spennt að hitta nýja kærasta mömmu sinnar og börnin hans? 2. Af hverju er Matti leiður þegar hann kemur heim? Hvað er pabbi hans að gera? 3. Er eitthvað líkt í framkomu foreldra Almars, Rutar og Matta? 4. Hvernig er fjölskyldan þín? Hvað eru margir í fjölskyldunni? Hvað gerið þið saman? 5. Þegar Sunna hittir Lydíu í skólanum talar hún ensku við hana. Af hverju gerir hún það? Hvað finnst þér um það? 6. Af hverju ná Sunna og Lydía ekki vel saman? Hvernig eru þær ólíkar? Hvor þeirra er meiri femínisti? 7. Hvað veistu um femínisma?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=