Hvítar lygar, kennsluleiðbeiningar og verkefni

© 2024 Sigrún Gunnarsdóttir | Ritstjóri: Arna G. Sigurðardóttir KENNSLULEIÐBEININGAR OG VERKEFNI 40170

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2 Kennsluleiðbeiningar og verkefni með sjónvarpsþáttunum Hvítar lygar Hér á eftir koma verkefni með sjónvarpsþáttunum Hvítar lygar sem hugsað er fyrir nemendur á efri stigum framhaldsskóla í íslensku sem öðru máli, nemendur sem eru á hæfnistigi A2/B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Þættirnir eru fjórir og hver þáttur er um 16–19 mínútna langur. Verkefnin eru þrenns konar: verkefni sem hægt er að leggja fyrir nemendur áður en horft er á þáttinn, á meðan horft er á þáttinn og eftir að horft hefur verið á þáttinn. Markmið með verkefnum fyrir áhorf eru: • að kynna þáttinn. • að vinna með fyrri reynslu, þekkingu og orðaforða nemenda sem nýtist þeim við áhorfið (hér er t.d. tækifæri til að kenna nemendum að fletta orðum og orðasamböndum upp í orðabók, https://islenskordabok.arnastofnun.is/). • að vekja áhuga á þættinum. Markmið með verkefnum á meðan horft er: • að auðvelda nemendum að halda þræði og skilja innihaldið. • að viðhalda athygli nemenda. • að beina athygli nemenda að aðalatriðunum. • að beina athygli nemenda að ákveðnum atriðum. • að auka orðaforða. Markmið með verkefnum eftir áhorf eru að nemendur: • festi orðaforða í minni. • fái tækifæri til að vinna á skapandi hátt með innihald þáttarins. • fái tækifæri til að sýna skilning sinn á efninu. • auki þekkingu sína á íslenskri menningu. Hæfniviðmiðin: Mikilvægt er að hafa stillt á íslenskan undirtexta þegar horft er. Gott er fyrir nemendur að bæði sjá og heyra íslenskuna. Það eykur líkur á að þeir skilji það sem sagt er og auki um leið færni sína í hlustun og lestri. Verkefnin miða að því að auka færni nemenda í að tjá sig í samskiptum, frásögn og ritun.

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 3 ÞÁTTUR 1 Efni þáttar: afmæli, vinátta, sambönd Fyrir áhorf: 1. Hvað eru hvítar lygar? 2. Hefur þú notað hvítar lygar? Hvenær? Af hverju? 3. Af hverju heldurðu að þátturinn heiti þetta? 4. Tengdu orðin við rétta merkingu: a. busi (no.) ( ) vinkona sem maður eignast þegar maður er lítill b. kollvik (no.) ( ) einhver sem er á miðjum aldri, u.þ.b. 45–60 ára c. einhleypur (lo.) ( ) ferðalag með tjald, út í náttúruna d. æskuvinkona (no.) ( ) einhver sem er í fjölskyldunni, náinn e. að spá (so.) ( ) 1. árs nemandi í framhaldsskóla/menntaskóla f. að græða (so.) ( ) einhver sem er ekki giftur og á ekki maka g. vangefinn (lo.) ( ) að eignast peninga h. nákominn (lo.) ( ) var einu sinni (t.d. kærasti/a) en er það ekki lengur i. útilega (no.) ( ) einhver sem hefur ekki fullan þroska j. miðaldra (lo.) ( ) að segja hvað muni gerast í framtíðinni k. fyrrverandi (lo.) ( ) hárlaust svæði upp og aftur af gagnaugunum

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 4 5. Hvað þýða orðasamböndin? Að komast að einhverju Að sjá eitthvað í nýju ljósi Að kannast við einhvern/eitthvað Að vera í lagi Að eiga séns í einhvern Á meðan horft er: Svaraðu spurningunum í stuttu máli eða krossaðu við rétt svar 1. Hver á afmæli í dag? 2. Hvað er hann gamall? 3. Hvað kaupir Almar í búðinni? a. ( ) popp og kók b. ( ) nammi og gos c. ( ) snakk og nammi d. ( ) snakk og gos 4. Hvað hafa Almar og Rut verið vinir lengi? 5. Hvert er mamma Almars að fara í ferðalag? 6. Um hvað eru nördarnir tveir, Markús og Eyvindur, að tala í sófanum? a. ( ) bækur b. ( ) kvikmyndir c. ( ) teiknimyndasögur d. ( ) tölvuleiki 7. Hvað heita vinkonur Almars og Rutar, sem koma í partíið? a. ( ) Erla og Lucía b. ( ) Sól og Esja c. ( ) Sunna og Lydía d. ( ) Elísa og Súsanna 8. Er allt í góðu hjá Sunnu?

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 5 9. Hvað gefur Matti Almari í afmælisgjöf? a. ( ) skókassa b. ( )mús c. ( ) hamstur d. ( ) naggrís 10. Hvað kallar Almar Matta og vini hans? a. ( ) naggrísi b. ( ) hálfvita c. ( ) kjána d. ( ) vitleysinga 11. Lítur Almar alveg eins út núna og þegar hann var lítill? 12. Lydía heldur að einhver í fjölskyldu Almars sé að fara að deyja af því að a. ( ) hún veit það. b. ( ) Almar sagði henni það. c. ( ) hún sér það í spilunum. d. ( ) hún þekkir Almar vel. 13. Í hvaða leik eru krakkarnir í eldhúsinu? 14. Hver hringir í Sunnu á meðan hún er í partíinu hjá Almari? 15. Er Rut systir Almars? 16. Af hverju ætlar Sunna að grilla svörtu hettupeysuna sem hún er í ? 17. Partíið er búið þegar a. ( ) Almar ælir yfir Lydíu. b. ( ) Rut fer heim með Sunnu. c. ( ) strákarnir brjóta blómavasa. d. ( ) löggan kemur og rekur alla út.

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 6 18. Hver hjálpar Almari að ganga frá eftir partíið? e. ( )Rut f. ( ) Sunna g. ( ) Matti h. ( ) Lydía Eftir áhorf: Eftirfarandi spurningum er hægt að svara skriflega eða munnlega, í hópvinnu, paravinnu eða einstaklingsvinnu: 1. Hvernig líður Almari eftir samtalið við mömmu sína? Af hverju? 2. Hvernig líður Sunnu eftir samtalið við Kára, fyrrverandi kærasta sinn? Af hverju líður henni þannig? 3. Hvað heldur þú að Almar hugsi þegar hann finnur Tarot-spilið á gólfinu? 4. Hvað er góð vinátta? Hvaða merki sjáum við um góða vináttu í þessum þætti? 5. Hvaða hvítu lygum manstu eftir úr þessum þætti? 6. Hvenær hélst þú síðast upp á afmælið þitt? Hvernig var það?

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 7 ÞÁTTUR 2 Efni þáttar: fjölskyldan, femínismi Fyrir áhorf 1. Þetta eru Rut og Almar. Hvað heldur þú að þau séu að tala um? Hvaða bygging er þetta? 2. Hér er Rut pirruð á mömmu sinni. Af hverju heldurðu að hún sé pirruð?

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 8 3. Tengdu orðin við rétta merkingu: a. að grínast (so.) ( ) mjög drukkinn/fullur b. vörn (no.) ( ) hópur fólks sem vinnur að ákveðnu efni c. óþarfi (no.) ( ) það að verjast, t.d. í fótbolta d. bryggja (no.) ( ) að segja ósatt e. hellaður (lo.) ( ) að tala um f. að ljúga – getur logið (so.) ( ) þarf ekki, ekki nauðsynlegt g. gæi (no.) ( ) gaur, ungur strákur h. nefnd (no.) ( ) staður þar sem skip eru geymd i. viðburður (no.) ( ) bull j. kjaftæði (no.) ( ) að djóka k. að ræða (so.) ( ) skemmtidagskrá 4. Hvað þýða orðasamböndin? Að sofa yfir sig Að horfa með öðru auganu Að vera í gati Að vera þunnur Að láta einhvern fjúka Að vera í smá bobba Á meðan horft er: Svaraðu eftirfarandi spurningum í stuttu máli eða krossaðu við rétt svar. 1. Hvar er Rut þegar hún vaknar? 2. Rut drífur sig heim um morguninn af því að: a. ( ) hún þarf að draga upp gardínurnar hjá litla bróður sínum. b. ( ) hún þarf að vekja litla bróður sinn. c. ( ) hún saknar litla bróður síns. d. ( ) hún ætlar að tala við mömmu sína. 3. Af hverju þarf litli bróðir hennar ekki að fara í skólann? 4. Við hvað vinnur Sunna?

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 9 5. Sunna og nemandi hennar dansa: a. ( ) salsa b. ( ) gömlu dansana c. ( ) breik d. ( ) hipp hopp 6. Hver sendir Sunnu skilaboð á meðan hún er að kenna? 7. Hvað finnst henni um það? 8. Fótboltaþjálfarinn kallar annað liðið „vesti“ af því að a. ( ) allir í liðinu eru verstir. b. ( ) allir í liðinu eru bestir. c. ( ) allir í liðinu eru í gulu vesti. d. ( ) allir í liðinu eru í takkaskóm. 9. Af hverju er Matti reiður út í liðsfélaga sinn, Stefán? 10. Hvað heitir nýi kærasti mömmu Rutar? 11. Rut og Almar hittast: a. ( ) í Hörpu. b. ( ) á Þjóðminjasafninu. c. ( ) niðri á bryggju. d. ( ) niðri í bæ. 12. Hvað heitir strákurinn sem Rut er skotin í? 13. Sunna man ekki eftir Lydíu úr afmælinu af því að a. ( ) Sunna var of drukkin. b. ( ) Lydía var bara inni í herbergi að leggja Tarot-spil. c. ( ) Sunna var allt kvöldið úti að grilla. d. ( ) Lydía sat allt kvöldið í sófanum að tala um kvikmyndir.

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 10 14. Sunna á erfitt með að einbeita sér í stærðfræðitímum af því að a. ( ) kennarinn hennar er svo myndarlegur. b. ( ) hún er með athyglisbrest (ADHD). c. ( ) hún er lasin. d. ( ) kennarinn er aldrei í brjóstahaldara. 15. Í hvaða nefnd hefur Lydía áhuga á að vera? a. ( ) í íþróttaráðinu b. ( ) í kvikmyndafélaginu c. ( ) í skemmtinefndinni d. ( ) í femínistafélaginu 16. Hvað finnst Lydíu vanta í femínistafélagið? a. ( ) hana sjálfa b. ( ) einhvern sem hefur reynslu af því að mæta rasisma c. ( ) einhvern sem er ekki hvítur d. ( ) allt ofan nefnt 17. Hvaða viðburði er Lydía að fara að stjórna? a. ( ) bíósýningu b. ( ) dragsýningu c. ( ) fótboltamóti d. ( ) söngkeppni 18. Er Sunna femínisti? Eftir áhorf: Eftirfarandi spurningum er hægt að svara munnlega eða skriflega, í hópvinnu, parvinnu eða einstaklingsvinnu: 1. Af hverju er Rut ekki spennt að hitta nýja kærasta mömmu sinnar og börnin hans? 2. Af hverju er Matti leiður þegar hann kemur heim? Hvað er pabbi hans að gera? 3. Er eitthvað líkt í framkomu foreldra Almars, Rutar og Matta? 4. Hvernig er fjölskyldan þín? Hvað eru margir í fjölskyldunni? Hvað gerið þið saman? 5. Þegar Sunna hittir Lydíu í skólanum talar hún ensku við hana. Af hverju gerir hún það? Hvað finnst þér um það? 6. Af hverju ná Sunna og Lydía ekki vel saman? Hvernig eru þær ólíkar? Hvor þeirra er meiri femínisti? 7. Hvað veistu um femínisma?

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 11 ÞÁTTUR 3 Efni þáttar: Drag, hjálpsemi (greiði) Fyrir áhorf: 1. Hér er Lydía að tala í símann. Hvað heldur þú að hún sé að tala um og hvar er hún? 2. Tengdu orðin við rétta merkingu: a. upphafsatriði (no.) ( ) að verða kærustupar b. augnhárabrettari (no.) ( ) að segja að eitthvað sé rétt c. forráðamaður (no.) ( ) einmitt d. að skipuleggja (so.) ( ) strákur e. áfengi (no.) ( ) að plana f. heldur betur (ao.) ( ) mamma, pabbi eða annar umsjónaraðili g. stuttur fyrirvari (lo.–no.) ( ) lítill tími þangað til eitthvað byrjar h. að staðfesta (so.) ( ) opnunaratriði i. stælar (no.) ( ) drykkur sem inniheldur alkóhól j. að byrja saman (so.) ( ) tæki sem er notað til að bretta upp augnhár k. drengur (no.) ( ) látalæti, kjánaskapur, ósvífni

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 12 3. Hvað þýða orðasamböndin?: Að taka þátt í einhverju Eitthvað er í vændum Að vera heill á húfi Að gera sér grein fyrir einhverju Að ganga í augun á einhverjum Að vera með dólg Á meðan horft er: Svaraðu spurningunum í stuttu máli eða krossaðu við rétt svar 1. Á hvað er Sunna að horfa í upphafi þáttarins? ________________________________ 2. Hvar er Almar að vinna? _________________________________________________ 3. Hvað er Lydía að skipuleggja? ____________________________________________ 4. Lydía hefur áhyggjur af því að a. ( ) of margir ætli að koma. b. ( ) Gógó Starr taki of mikið fyrir að vera með. c. ( ) Gógó Starr sé upptekin þetta kvöld. d. ( ) of fáir ætli að koma. 5. Hvaða greiða vill Lydía að Almar geri henni? a. ( ) Hann á að taka myndir á dragkvöldinu. b. ( ) Hann á að gefa henni meira kaffi. c. ( ) Hann á að taka þátt í dragkvöldinu. d. ( ) Hann á að bjóða henni í mat. 6. Er Almar góður í að dansa? _______________________________________________ 7. Rut hjálpar Almari að a. ( ) hafa sig til b. ( ) mála sig c. ( ) varalita sig d. ( ) allt ofan nefnt

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 13 8. Þegar Rut og Sunna mæta á dragkvöldið er Lydía að fríka út, af því að a. ( ) Gógó Starr er ekki mætt. b. ( ) hún sá Almar málaðan. c. ( ) strákurinn sem hún er hrifin af er kominn. d. ( ) Rut og Sunna eru seinar. 9. Gógó Starr hætti við að koma af því að a. ( ) hún var veik. b. ( ) hún festist í umferð. c. ( ) hún var ekki búin að fá borgað. d. ( ) hún var búin að tvíbóka sig. 10. Hver er Gógó Starr? a. ( ) transkona b. ( ) dragdrottning c. ( ) lesbía d. ( ) transmaður 11. Hver bjargar upphafsatriði Lydíu? Hvernig? 12. Í hvernig kjól er Almar? a. ( ) hann er ekki í kjól. b. ( ) síðum, svörtum blúndukjól c. ( ) rauðum og bláum súpermann-kjól d. ( ) stuttum, svörtum pallíettukjól 13. Hver bankar á bílrúðuna hjá Matta og vinum hans? a. ( ) Almar b. ( ) Köngulóarmaðurinn c. ( ) lögreglan d. ( ) prins á hvítum hesti 14. Strákarnir voru stoppaðir af því að a. ( ) þeir voru að keyra of hratt. b. ( ) þeir voru að drekka undir stýri. c. ( ) þeir voru að spila tónlist of hátt. d. ( ) þeir voru dónalegir við lögregluna.

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 14 15. Almar fer ekki með stelpunum að borða af því að a. ( ) hann er ekki svangur. b. ( ) hann þarf að athuga með Matta. c. ( ) honum finnst maturinn á N1 ekki góður. d. ( ) hann er þreyttur eftir sýninguna. 16. Hver kemur með matinn til stelpnanna? 17. Er Matti heimskur? 18. Almar skammar Matta af því að a. ( ) Matti var í bíl með öðrum strákum. b. ( ) Matti kom seint heim og var með stæla. c. ( ) honum þykir vænt um Matta. d. ( ) Matti er frændi hans. Eftir áhorf: Eftirfarandi spurningum er hægt að svara skriflega eða munnlega, í parvinnu eða einstaklingsvinnu: 1. Settu þig í spor Almars. Hvernig líður honum þegar Rut er að mála hann? Af hverju? 2. Hvað er hjálpsemi? Hvaða dæmi sjáum við um hjálpsemi í þessum þætti? 3. Flóki, strákur úr skólanum, kemur með mat til stelpnanna. Hann er greinilega skotinn í Sunnu. Af hverju getur það orðið vandamál? 4. Hvað segir Matti í lok þáttarins til að særa Almar? Af hverju gerir hann það?

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 15 ÞÁTTUR 4 Efni þáttar: Líf og dauði, einelti, eftirsjá (iðrun), fyrirgefning Fyrir áhorf: 1. Nú ertu að fara að horfa á síðasta þáttinn. Hvað heldur þú að muni gerast? 2. Tengdu sagnorðin við rétta merkingu: a. að smita ( ) að vera skutlað b. að fá far ( ) að langa ekki til að gera eitthvað af því að maður er latur c. að sóa ( ) að eyða d. að sökka ( ) að eiga að borga e. að nenna ekki ( ) að hafa áhrif á f. að skulda ( ) að vera ömurlegur 3. Hvað þýða orðasamböndin? Að láta einhvern í friði Er eitthvað að angra þig Að vera lítill í sér Að taka mark á einhverju Að biðjast afsökunar á einhverju Að taka eftir einhverju Á meðan horft er: Svaraðu spurningunum í stuttu máli eða krossaðu við rétt svar 1. Er Lena lélegur dansari?

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 16 2. Sunna er a. ( ) brúneygð. b. ( ) bláeygð. c. ( ) gráeygð. d. ( ) græneygð. 3. Er mamma Rutar heima af því að hún var búin snemma í vinnunni? 4. Mamma Rutar er leið af því að a. ( ) Rut þolir hana ekki. b. ( ) hún er lítil í sér. c. ( ) hún var að hætta með kærastanum. d. ( ) Rut er aldrei heima. 5. Hvaða samkomulag gera Sunna og Lena? a. ( ) Þær ætla að dansa saman á sýningu. b. ( ) Þær ætla bara að hlusta á það jákvæða sem fólk segir við þær. c. ( ) Þær ætla alltaf að vera jákvæðar. d. ( ) Þær ætla ekki að hlusta á það sem fólk segir við þær. 6. Er Stefán góður í fótbolta? 7. Hver er enn þá alltaf að senda Sunnu skilaboð? 8. Sunna hringir í Kára til að segja honum a. ( ) að hún sé búin að fá nóg. b. ( ) að hún elski hann. c. ( ) að hún ætli í sund. d. ( ) að hún sakni hans. 9. Hvað kom fyrir Stefán? a. ( ) Hann slasaðist illa í fótbolta. b. ( ) Hann er ömurlegur í fótbolta. c. ( ) Það var keyrt á hann á leiðinni heim af fótboltaæfingu. d. ( ) Hann fékk ekki far heim af fótboltaæfingu.

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 17 10. Þegar Matti fréttir af því sem kom fyrir Stefán líður honum illa af því að a. ( ) hann er með samviskubit. b. ( ) Stefán er frændi hans. c. ( ) Stefán er lélegur í fótbolta. d. ( ) hann er lítill í sér. 11. Pabbi, bróður Rutar a. ( ) vissi að Rut ætlaði með son hans í ísbúð. b. ( ) gleymdi að sækja hann. c. ( ) er líka pabbi Rutar. d. ( ) kemur aldrei seint að sækja son sinn. 12. Hvað gerir Rut til að litla bróður hennar líði betur? 13. Þegar Almar og Matti eru búnir að sættast fá þeir sér a. ( ) matarkex og kakómalt. b. ( ) súrmjólk með púðursykri. c. ( ) seríos með mjólk. d. ( ) samloku með osti. 14. Hvar er Jósafat? 15. Hvað eru krakkarnir að gera í garðinum? a. ( ) Þau eru að votta Jósafat virðingu sína. b. ( ) Þau eru með minningarathöfn um Jósafat. c. ( ) Þau eru að reyna að vera góð við Matta. d. ( ) allt ofan nefnt. 16. Hvað setur Sunna ofan á leiðið? 17. Rut syngur a. ( ) Hey Jude með Bítlunum. b. ( ) Imagine með John Lennon. c. ( ) Jailhouse rock með Elvis Presley. d. ( ) Total eclipse of the heart með Bonnie Tyler. 18. Er Jósafat hamstur eða naggrís?

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 18 Eftir áhorf: Eftirfarandi spurningum er hægt að svara skriflega eða munnlega, í parvinnu eða einstaklingsvinnu: 1. Hvað er einelti? Hver verður fyrir einelti? Er allt það sem strákarnir segja um Stefán í búningsklefanum satt? 2. Matti er með mikla eftirsjá þegar hann fréttir af því að keyrt var á Stefán. Af hverju? 3. Hvað þýðir orðatiltækið Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur? 4. Í lok þáttarins tekur Almar í hönd Rutar og þau horfast í augu. Hvað heldur þú að það þýði? 5. Á spilinu sem Almar dregur úr Tarot-spilabunka Lydíu stendur: Endings and beginnings, the old must be released, so that the new can enter. Eru einhver skilaboð í því? Tillögur að lokaverkefni eftir að horft hefur verið á alla þættina. Skapandi, skriflegt og munnlegt 1. Búið til leikþátt þar sem þið segið frá því sem gerist í framhaldi af þáttunum og hafið endinn eins og þið mynduð vilja hafa hann. 2. Veldu eina persónu og ímyndaðu þér að þú sért þessi persóna. Skrifaðu dagbók þessarar persónu þegar hún er orðin 40 ára og segðu frá lífi hennar þegar hún var unglingur og hvað hefur gerst í lífi hennar síðan þá. 3. Segðu frá samskiptum tveggja persóna í þáttunum.

40170 Hvítar lygar – kennsluleiðbeiningar © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 19 Viðbótarupplýsingar fyrir kennara: Í Kastljósviðtali haustið 2023 lýstu aðalleikarar í þættunum karakterunum sínum á eftirfarandi hátt: Lydía: Mjög óákveðin Almar: Yfirvegaður Rut: Djörf Matti: Óöruggur Sunna: Út um allt, yfirborðskennd Viðtalið má sjá hér: https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-06-01-hvitar-lygar-menntaskolanema Sumar spurningarnar eru þannig gerðar að þeim er aðallega ætlað að skapa umræður um þættina eða kenna ákveðinn orðaforða frekar en að fá eitt rétt svar.

40170

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=