Hvalir - Milli himins og jarðar

. 7 Hvað gera farhvalir þegar þeir dvelja í köldum sjó? Hvölum er skipt í tannhvali og skíðishvali. Tannhvalir eru með tennur en hvað ætli skíðishvalir hafi í skoltinum? Margir hvalir eru fardýr, alveg eins og farfuglarnir. Þeir dvelja í köldum sjó á sumrin, til dæmis við Ísland. Þar éta hvalirnir eins mikið og þeir mögulega geta og safna spikforða. Á veturna synda sumir hvalir suður á bóginn og dvelja í heitari sjó. Þar eignast þeir kálfa og ala þá upp fyrstu mánuðina. Flestir éta lítið sem ekkert í Suður- höfum og heldur ekki á ferðalaginu langa á milli staða. Mikið hljóta hvalirnir að vera svangir þegar þeir koma aftur í kaldan sjó eftir vetrardvöl í Suðurhöfum!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=