Hvalir - Milli himins og jarðar

. 18 Háhyrningar halda hópinn Háhyrningar vinna saman og veiða í hópum Háhyrningur er tannhvalur sem étur allt mögulegt. Til dæmis fiska, fugla, kolkrabba, seli og hvali sem eru miklu stærri en hann sjálfur. Háhyrningar hafa meira að segja sést drepa unga steypireyði. Þeir veiða í hópum og vinna náið saman. Þess vegna eru þeir stundum kallaðir úlfar hafsins. Háhyrningar stökkva mikið. Þeir lyfta líka höfðinu upp úr sjónum og svipast um. Auðvelt er að þekkja háhyrninginn á svart-hvíta litnum og háum bakugganum. Næst þegar þú ferð út á sjó gæti vel verið að þú kæmir auga á fjörugan háhyrning. Það yrði nú skemmtileg sjóferð! Hvernig geta háhyrningar veitt dýr sem eru stærri en þeir sjálfir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=