Hvalir - Milli himins og jarðar
Til nemenda Þessi bók fjallar um alls konar hvali. Þú getur lesið um stærsta hval Jarðar, tannlausa hvali og hvali sem hafa tönn sem er stærri en fullorðin manneskja! Þú getur líka lesið um hvernig hvalir sofa og hvaða aðferð þeir nota til að veiða og rata um víðáttu hafsins. Áður en þú byrjar að lesa skaltu fletta bókinni, skoða myndir og fyrirsagnir. Neðst á hverri opnu eru spurningar. Ræddu um þær við einhvern eða svaraðu þeim í huganum. Á sumum blaðsíðum er spurning innan í sporði. Til að finna svarið skaltu fletta á næstu síðu og lesa textann.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=