Hvalir - Milli himins og jarðar

. 16 Hrefnan forvitna Hrefna er algengasti skíðishvalur í sjónum við Ísland. Margar hrefnur eru forvitnar og nálgast oft báta sem sigla á sjónum. Kannski finnst þeim gaman að skoða skip og fólk, alveg eins og fólki finnst gaman að skoða hvali. Hrefnur geta orðið allt að 10 metrar á lengd sem er álíka stórt og þriggja hæða hús. Talið er að þær geti orðið allt að 50 ára gamlar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=