Hvalir - Milli himins og jarðar

. 14 Hnúfubakurinn syngjandi Margir hvalir gefa frá sér hljóð sem eru kölluð söngur. Hnúfubakar eru miklir söng- snillingar. Tarfarnir syngja ákveðin stef sem eru sett saman úr alls konar hljóðum. Söngurinn getur staðið í allt að hálftíma og þegar honum lýkur byrjar hvalurinn upp á nýtt. Allir tarfar á sama svæði syngja sama sönginn. Söngvarnir breytast þó á milli ára rétt eins og ný lög verða vinsæl hjá okkur mönnunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=