Hvalir - Milli himins og jarðar

. 12 Hvers vegna geta landdýr ekki orðið eins risavaxin og stærstu hvalir? Í sjó og á landi Landdýr gætu aldrei orðið eins stór og stærstu hvalir. Bein og fætur myndu ekki þola þungann. Í vatni er þyngdin ekki vandamál. Þegar við fljótum eða syndum heldur vatnið okkur uppi. Þú hefur eflaust fundið hvað það er auðvelt að hreyfa sig í vatni og hvað líkaminn virðist léttur. Það sama á við um sjávardýrin. Vatnið hjálpar þeim að halda sér á floti svo álagið á beinin verður minna en ef þau væru á landi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=