Hvalir - Milli himins og jarðar

. 10 Risi risanna Steypireyður er skíðishvalur og langstærsta dýr á Jörðinni. Hún er miklu stærri en fíll, bara tungan er jafn þung og asíufíll. Fullvaxin steypireyður getur orðið allt að 150 tonn að þyngd. Það er álíka þungt og allir íbúar Húsavíkur til samans en þar búa ríflega 2000 manns. Svona stór og mikil dýr þurfa náttúrulega að éta heil ósköp. Steypireyðar éta allt að fjögur tonn af svifi á dag. Svif eru smáar agnir í sjónum eins og fiskaegg, krabbaflær, lirfur og litlir ormar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=