Hvalir - Milli himins og jarðar

. 9 Tannhvalir Sumir tannhvalir eru með mjög margar tennur, aðrir fáar. Vatnahöfrungar geta haft tvö hundruð tennur en náhvalir eru bara með tvær. Hjá törfum náhvala vex önnur tönnin í gegnum efri vörina og verður mjög löng. Flestir tannhvalir lifa í hópum og hjálpast að við veiðar. Til dæmis með því að umkringja stóra bráð og ráðast samtaka á hana. Hversu stórir skyldu allra stærstu hvalirnir vera? Tönn náhvala getur orðið 3 metrar á lengd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=