Hvalir - Milli himins og jarðar

. 8 Hvernig éta skíðishvalir? Skíðin sjást vel þegar hnúfubakur opnar ginið. Skíðishvalir Skíðishvalir hafa engar tennur. Í staðinn hafa þeir plötur sem kallast skíði. Skíðin eru eins og loðið sigti. Sú hlið sem snýr inn í munninn er þakin stífum hárum. Þegar skíðishvalir éta gleypa þeir mikið magn af sjó. Síðan loka þeir gininu og þrýsta sjónum út á milli skíðanna með tungunni. Lítil sjávardýr og smáfiskar festast í skíðunum og hvalurinn gleypir allt saman. Þó hvalirnir éti svona smágerða fæðu eru þeir risa stórir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=