Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 9 deilir 1) tala sem gengur upp í aðra tölu 2) tala sem deilt er með í aðra tölu, t.d. er 4 deilir í deilingunni 168 : 4 deilistofn tala sem deilt er í, t.d. er 168 deilistofninn í deilingunni 168 : 4; samsvarar teljaranum í almennu broti deka- (í mælieiningum) tífaldur (10 1 ), t.d. dekametri = 10 metrar desi- einn tíundi hluti (10 –1 ) úr mælieiningu, t.d. desimetri = 0,1 metri, desilítri = 0,1 lítri draga með skilum í líkindareikningi: ef því sem dregið var er skilað til baka þannig að aðstæðurnar verða eins í hvert skipti sem dregið er dráttur í líkindareikningi: að draga blindandi og af handahófi kúlu, spilapening, kubb eða annað úr safni slíkra hluta dreifing (í tölfræði) lýsing á því hvernig gildin í tilteknu gagnasafni dreifast ─ oft fléttað saman við mælingu á miðsækni; spönn er einfaldasti mælikvarðinn á dreifingu en hún sýnir mismuninn á hæsta og lægsta gildi í talnasafni dreifiregla margföldunar yfir samlagningu a · ( b + c ) = a · b + a · c ( a , b og c tákna tölur) dulritun það að brengla texta eða gögn með ákveðnum hætti svo að þau séu óskiljanleg án lykils að dulrituninni E eðlismassi hlutfall massa og rúmmáls fyrir tiltekið efni; eðlismassi = m/V þar sem m er massi og V er rúmmál eftirmynd fyrir hvern punkt á eftirmyndinni er samsvarandi punktur á frummyndinni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=