Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 8 breyta (í tölfræði) eitthvað sem aðgreinir, eiginleiki/sérkenni sem hægt er að mæla/athuga og skrásetja, t.d. aldur, augnlitur, tekjur, einkunnir, bíltegundir, hiti o.s.frv. breytistærð breyta breytiþáttur stærð sem notuð er til að reikna út hve mikið eitthvað hækkar eða lækkar; breytiþátturinn 1,12 merkir 12% aukningu; 0,88 merkir 12% minnkun brotabrot almennt brot þar sem teljarinn og/eða nefnarinn innihalda almenn brot brotali óendanlegt mynstur sem endurtekur sig í sífellu í sama formi og í upphafi, stækkað eða smækkað um tiltekna hlutfallstölu brún (margflötungs) línustrik þar sem tveir hliðarfletir margflötungs mætast brúttóflatarmál heildarflatarmál miðað við ystu mál, t.d. ef um íbúð er að ræða þá dragast innveggir ekki frá brúttólaun heildarlaun áður en skattar og aðrar samningsbundnar greiðslur hafa verið dregnar frá þeim bæti stafræn gagnaeining sem stendur fyrir staf eða hluta stafs, venjulega 8 bitar sem hver um sig geymir tvíundakerfistölu D daglína ferill sem að mestu fylgir 180° lengdarbaug í Kyrrahafinu og aðskilur tvær dagsetningar; vestan daglínunnar og austan hennar er sinn hvor dagurinn dálkur í töflureikni lóðrétt röð hólfa (hólfin sem koma hvert undir öðru); dálkarnir í töflureikni eru merktir með bókstöfum deiling það að deila

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=