Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 71 Þ þátta leysa tölu eða stæðu upp í þætti, t.d. 186 í 6 · 31 þar sem 6 og 31 eru þættir, eða x2 – 5x + 6 í (x – 2)(x – 3) þar sem x – 2 og x – 3 eru þættir þáttun það að þátta; búa til margfeldi þáttur í margfeldi tölur sem margfaldaðar eru saman nefnast þættir í margfeldinu, t.d. eru tölurnar 4 og 6 þættir í 24 því 4 · 6 = 24; heilar tölur sem ganga upp í tiltekinni tölu eru þættir tölunnar, t.d. eru 1, 2, 3, 4, 6, 8, 12 og 24 þættir í 24 (oft er talan 1 og talan sjálf undanskilin í upptalningunni); talan 5 er sameiginlegur þáttur liða í stæðunni 5x + 10 þraut gáta, úrlausnarefni þriggja punkta fjarvídd hefur sjónhæðarlínu með tveimur hvarfpunktum og þriðja hvarfpunktinn ofan við eða undir sjónlínunni þríhyrningstala táknar fjölda punkta sem raða má í þríhyrning: 1, 3, 6, 10, 15, … þríhyrningur marghyrningur með þrjár hliðar og þrjú horn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=