Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 7 bogi (hring-) hluti hringferils botnpunktur grafs lággildispunktur; punktur á grafi falls sem hefur lægra fallgildi en allir nálægir punktar hægra eða vinstra megin við punktinn bókhald skráning allra tekna og gjalda, eða eigna og skulda, á ákveðnu tímabili bókstafa- reikningur reikningur með bókstöfum þar sem bókstafir tákna tölur og breytur; sjá algebra bókstafastæða táknar það sama og algebrustæða breidd flokka (tölfræði) billengd; mismunur á hæsta og lægsta gildi hvers talnabils í flokkaskiptum gögnum; eftir að breidd flokka hefur verið ákveðin er talið hversu margar mælingar falla í hvern flokk; sjá ennfremur talnabil breiðbogi ferill breiðboga greinist í tvo aðskilda óendanlega hlutferla sem eru spegilmyndir hvor annars; graf fallsins y = 1/ x er dæmi um breiðboga breyta breytileg stærð; stærð sem getur tekið ólík gildi, venjulega táknuð með bókstaf; í jöfnunni y = x + 7 eru x og y breytur; breytur í skólaalgebru tákna tölur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=