Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 69 veldisvísir tala sem sýnir hve oft veldisstofn er margfaldaður með sjálfum sér, t. d. er 4 veldisvísir í 3 4 = 3·3·3·3 Vennmynd skýringarmynd þar sem mengi eru teiknuð sem svæði afmörkuð af lokuðum ferlum, notuð til að lýsa innbyrðis afstöðu mengja og aðgerða sem verka á þau; hver lokaður ferill inniheldur eitthvað sem hefur tiltekna eiginleika (sjá mengjamynd) verg land- framleiðsla (VLF) verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu á ári vextir leiga á fjármagni; kostnaður við að taka peninga að láni eða leiga fyrir að láta peninga liggja í banka virðisaukaskattur (vsk) skattur lagður á vöru og þjónustu sem ákveðið hlutfall af söluverði og innheimtur á hverju sölustigi, skammstafað vsk. vídd í rúmfræði eru myndir með einni, tveimur og þremur víddum; lína er í einni vídd, flötur eða slétta er í tveimur víddum og kubbur er í þremur víddum (eða lína er einvíð, slétta er tvívíð og kubbur er þrívíður) vísisfall fall þar sem breytistærðin er veldisvísir; fall á forminu f ( x ) = a x þar sem x er breyta og a er jákvæður fasti, t.d. er f ( x ) = 2 x vísisfall með grunntöluna (veldisstofninn) 2 víxlregla regla um aðgerð sem segir að sama útkoma fáist óháð röð stakanna sem aðgerðinni er beitt á, t.d. röð talnanna a og b í a + b = b + a , víxlreglu samlagningar, og a · b = b · a , víxlreglu margföldunar; víxlregla gildir ekki um frádrátt eða deilingu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=