Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 68 úthorn tvö horn sem samtals eru 360° úthyrndur marghyrningur marghyrningur þar sem öll horn eru minni en 180° útkoma (í líkindareikningi) einstök niðurstaða úr tilraun; einstök útkoma getur verið hluti af mörgum mismunandi atburðum; allar mögulegar útkomur tilraunar mynda útkomurúm útkomurúm í tölfræði og líkindareikningi: mengi allra mögulegra útkoma úr tilraun; t.d. þegar teningi er kastað þá er útkomurúmið {1, 2, 3, 4, 5, 6} útlánsvextir vextir á peninga sem fengnir eru að láni hjá banka; útlánsvextir eru hærri en innlánsvextir útpunktur samheiti yfir hágildis- og lággildispunkta V vaxtareikningur það að reikna upphæð vaxta vaxtavextir vextir af vöxtum fyrra vaxtatímabils; vaxtavextir verða til þegar vextir eru reiknaðir ofan á vexti; t.d. þegar vextir leggjast við höfuðstól bankareiknings um áramót þá reiknast vextir eftir áramótin af hærri höfuðstól og ávöxtunin eykst
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=