Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 67 umritaður hringur umhringur; umlykur marghyrning þannig að öll horn hans liggja á hringferlinum; í þríhyrningum er miðja umritaða hringsins í skurðpunkti miðþverla hliðanna umröðun sú aðgerð að skipa stökum (tölum, táknum o.s.frv.) niður á mismunandi vegu þannig að röð stakana skiptir máli upphafspunktur skurðpunktur ásanna í hnitakerfi; upphafspunkturinn í tvívíðu hnitakerfi hefur hnitin (0, 0) utanvert horn (þríhyrnings) horn sem er grannhorn einhvers af hornum þríhyrnings; ytra horn við þríhyrning Ú úrtak safn eininga, t.d. einstaklinga eða hluta, sem valið er úr skilgreindu þýði, oft valið með handahófsaðferð (handahófsúrtak); markmiðið er að afla upplýsinga um eiginleika þýðisins; „sýnishorn“ af þýði úrtaksrúm sjá útkomurúm úthorn tvö horn sem samtals eru 360° úthyrndur marghyrningur marghyrningur þar sem öll horn eru minni en 180° útkoma (í líkindareikningi) einstök niðurstaða úr tilraun; einstök útkoma getur verið hluti af mörgum mismunandi atburðum; allar mögulegar útkomur tilraunar mynda útkomurúm

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=