Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 66 tvíliða margliða sem hefur tvo liði, t.d. a + b eða a 2 – b 2 tvíundakerfi talningarkerfi þar sem grunntalan er tveir; í því eru aðeins notaðir tveir tölustafir, 0 og 1 tylft tólf af einhverju, t.d. tylft skipa; talan tólf er grunntala tylftakerfis töflureiknir tölvuforrit sem reiknar töfraferningur ferningslaga uppröðun talna þannig að summa talnanna í hverri línu, hverjum dálki og báðum hornalínunum sé ávallt hin sama tölfræði fræðigrein sem fæst við að afla gagna, vinna úr þeim og setja fram niðurstöður tölugildi tölu algildi; fjarlægð tölunnar a frá núlli á talnalínu, táknað | a |, nefnist tölugildi tölunnar a ; tölugildi er aldrei neikvætt; algildi töluleg gögn tölulegar upplýsingar sem er safnað saman til að vinna úr og setja fram, t.d. í myndritum eða töflum; dæmi: mannfjöldatölur, veðurfarstölur tölustafur í tugakerfi eru notaðir tíu tölustafir til að skrifa tölur: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 U ummál lengd lokaðs ferils sem umlykur flatarmynd, t.d. marghyrnings eða hrings; ummál marghyrnings er fundið með því að leggja saman hliðarlengdir hans

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=