Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 65 tröppurit afbrigði af línuriti sem sýnir ekki samhangandi feril heldur nokkrar láréttar línur sem líta út eins og tröppur tugabrot brot sem ritað er í tugakerfi, t. d. 0,23, 4,769, 0,54545454 … ; heiltölu- hluti tölunnar er vinstra megin við kommu og einn eða fleiri aukastafir hægra megin við kommuna; tugabrot milli –1 og 1 hafa heiltöluhlutann 0 tugakerfi, tugakerfis- ritháttur talningarkerfi þar sem grunntalan er tíu og notaðir eru tíu tölustafir; ritháttur talna þar sem gildi tölustafs í talnasamstæðu tífaldast við færslu um eitt sæti til vinstri, t.d. 444 = 400 + 40 + 4 tugveldaritháttur (veldisvísaform) staðalform; form tölu sem er skrifuð sem tugabrot milli 1 og 10, ásamt veldi af tíu, t.d. 3400 = 3,4·10 3 ; einnig má skrá tugveldið sem bókstafinn E og tölu sem er veldisvísir tugveldisins, talan 3,4E+3 er veldisvísaform tölunnar 3400 tugveldi veldi þar sem veldisstofninn er 10; tölurnar 10 1 = 10, 10 2 = 100 og 10 3 = 1000 eru dæmi um tugveldi tuttuguflötungur margflötungur sem afmarkast af tuttugu þríhyrndum hliðarflötum tveggja punkta fjarvídd hefur sjónhæðarlínu með tveimur hvarfpunktum, eitt hornið snýr að áhorfandanum tvinntala tala sem er summa af rauntölu og þvertölu (svokallaðri ímyndaðri tölu), t.d. er 1 + √ –1 tvinntala, þar sem √ –1 er grunnur þvertalnanna, oft táknaður með bókstafnum i, þá er 1 + √ –1 = 1 + i

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=