Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 63 tilvísun í hólf hólfatilvísun í töflureikni; hólfið efst til vinstri hefur hólfatilvísunina A1, sjá einnig: heiti á hólfi tíðasta gildi það gildi sem oftast kemur fyrir í gagnasafni; eitt þeirra gilda sem lýsir miðsækni; gagnasafn getur haft fleiri en eitt tíðasta gildi tíðni segir til um hversu oft tiltekinn atburður gerist; hversu oft tilteknir atburðir gerast á tilteknu bili tíðnitafla tafla sem gefur yfirlit yfir hve oft sérhvert gildi í tilteknu gagnasafni kemur fyrir tígull ferhyrningur og jafnframt samsíðungur með allar hliðar jafnlangar tomma mælieining á lengd, 1/12 hluti úr feti, u.þ.b. 2,54 cm tonn 1 tonn = 1000 kg; skammstöfunin fyrir tonn er t topphorn tvö horn með sameiginlegan oddpunkt sem snúa þannig að armar hvors um sig eru beint framhald af örmum hins; hornin eru jafnstór topphorn í jafnarma þríhyrningi hornið milli jafnlöngu hliðanna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=