Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 63 teningur reglulegur sexflötungur; réttstrendingur þar sem allir fletirnir sex eru jafn stórir ferningar tilgáta ágiskun, það sem einhver getur sér til; staðhæfingar eru lagðar fram í formi tilgátu, sem telst aðeins sönn ef hún verður sönnuð með óyggjandi hætti; margar stærðfræðilegar tilgátur bíða enn úrlausna tilraun (í tölfræði) verk sem unnið er við ráðnar aðstæður í því skyni t.d. að prófa tilgátu eða uppgötva óþekkt tengsl tilviljunarkennt úrtak handhófsúrtak/slembiúrtak; úrtak sem er valið með þeim hætti að öll stök þýðisins eru jafn líkleg að lenda í úrtakinu; öll hugsanleg úrtök sömu stærðar eru jafn líkleg tilvísun í hólf hólfatilvísun í töflureikni; hólfið efst til vinstri hefur hólfatilvísunina A1, sjá einnig: heiti á hólfi tíðasta gildi það gildi sem oftast kemur fyrir í gagnasafni; eitt þeirra gilda sem lýsir miðsækni; gagnasafn getur haft fleiri en eitt tíðasta gildi tíðni segir til um hversu oft tiltekinn atburður gerist; hversu oft tilteknir atburðir gerast á tilteknu bili tíðnitafla tafla sem gefur yfirlit yfir hve oft sérhvert gildi í tilteknu gagnasafni kemur fyrir tígull ferhyrningur og jafnframt samsíðungur með allar hliðar jafnlangar tomma mælieining á lengd, 1/12 hluti úr feti, u.þ.b. 2,54 cm
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=