Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 62 talningarfræði grein stærðfræðinnar sem fjallar um hvernig hægt er að telja eða reikna fjölda atburða eða tilvika talningartré sams konar og líkindatré; myndræn framsetning eins og greinótt tré til að sýna mismunandi samsetningarmöguleika tveggja eða fleiri atburða eða tilrauna tangram forn kínversk raðþraut; sjö flatarmyndabútar sem má raða saman í reglulegar flatarmyndir á alls 13 vegu teiknilýsing lýsing á því hvernig teikning er gerð tekjuskattur skattur af launatekjum, vaxtatekjum o.fl; hluti launa sem launþegi greiðir til ríkis og sveitarfélaga teljari brots talan fyrir ofan brotastrik í almennu broti; teljari sýnir fjölda eininga sem nefnarinn nefnir; dæmi: í brotinu 3/5 er 3 teljari og sýnir þrjá fimmtunga (fimmtuhluta); sjá nefnari brots tengiregla regla um aðgerð sem segir að sama útkoma fáist, hvernig sem t.d. þrjár tölur, a, b og c, eru teknar saman að óbreyttri röð; (a + b) + c = a + (b + c) er tengiregla samlagningar og (a · b) · c = a · (b · c) tengiregla margföldunar teningstala fæst þegar heil tala er margfölduð einu sinni með sjálfri sér og síðan aftur með sjálfri sér; teningstölur má skrifa sem veldi af heilli tölu þar sem veldisvísirinn er 3, t. d. 125 = 5 · 5 · 5 = 53

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=