Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 62 tekjuskattur skattur af launatekjum, vaxtatekjum o.fl; hluti launa sem launþegi greiðir til ríkis og sveitarfélaga teljari brots talan fyrir ofan brotastrik í almennu broti; teljari sýnir fjölda eininga sem nefnarinn nefnir; dæmi: í brotinu 3/5 er 3 teljari og sýnir þrjá fimmtunga (fimmtuhluta); sjá nefnari brots tengiregla regla um aðgerð sem segir að sama útkoma fáist, hvernig sem t.d. þrjár tölur, a, b og c, eru teknar saman að óbreyttri röð; ( a + b ) + c = a + ( b + c ) er tengiregla samlagningar og ( a · b ) · c = a · ( b · c ) tengiregla margföldunar teningstala fæst þegar heil tala er margfölduð einu sinni með sjálfri sér og síðan aftur með sjálfri sér; teningstölur má skrifa sem veldi af heilli tölu þar sem veldisvísirinn er 3, t. d. 125 = 5 · 5 · 5 = 5 3 teningur reglulegur sexflötungur; réttstrendingur þar sem allir fletirnir sex eru jafn stórir ferningar tilgáta ágiskun, það sem einhver getur sér til; staðhæfingar eru lagðar fram í formi tilgátu, sem telst aðeins sönn ef hún verður sönnuð með óyggjandi hætti; margar stærðfræðilegar tilgátur bíða enn úrlausna tilraun (í tölfræði) verk sem unnið er við ráðnar aðstæður í því skyni t.d. að prófa tilgátu eða uppgötva óþekkt tengsl tilviljunarkennt úrtak handhófsúrtak/slembiúrtak; úrtak sem er valið með þeim hætti að öll stök þýðisins eru jafn líkleg að lenda í úrtakinu; öll hugsanleg úrtök sömu stærðar eru jafn líkleg
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=