Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 61 talnabil allar tölur í talnamengi sem liggja milli tveggja tilgreindra talna; bil eru ýmist lokuð, opin eða hálfopin eftir því hvort ystu tölur bilsins teljast með eða ekki talnakerfi kerfi þar sem mismunandi tákn og samsetningar þeirra tákna tölur og fjölda; tugakerfið og rómverskar tölur eru dæmi um ólík talnakerfi talnalína lína þar sem sérhver punktur línunnar svarar til tiltekinnar rauntölu talnamengi mengi talna, dæmi: náttúrlegar tölur, heilar tölur, ræðar tölur og rauntölur; sjá mengi ræðra talna talnaruna talnasamstæða þar sem tölur koma hver á eftir annarri skv. ákveðinni forskrift, sbr. 1, 4, 7, 10, … talningarfræði grein stærðfræðinnar sem fjallar um hvernig hægt er að telja eða reikna fjölda atburða eða tilvika talningartré sams konar og líkindatré; myndræn framsetning eins og greinótt tré til að sýna mismunandi samsetningarmöguleika tveggja eða fleiri atburða eða tilrauna tangram forn kínversk raðþraut; sjö flatarmyndabútar sem má raða saman í reglulegar flatarmyndir á alls 13 vegu teiknilýsing lýsing á því hvernig teikning er gerð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=