Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 60 sundurlæg mengi tvö eða fleiri mengi sem hafa engin sameiginleg stök; sniðmengi þeirra er tómt súlurit myndrit sem samanstendur af tveimur eða fleiri aðskildum súlum; notað t.d. þegar unnið er með nafnbreytur (augnlitur, bíltegund, stjórnmálaflokkur …); fjöldi súlna ræðst af fjölda flokka eða mæligilda; hæð súlu sýnir tíðni (eða hlutfallstíðni) fyrir viðkomandi flokk/mæligildi svarendur þeir sem taka þátt í spurningakönnun sætiskerfi talnakerfi þar sem sætið í tölunni, sem tölustafurinn er í, ræður gildi tölustafsins; tugakerfið og tvíundakerfi eru dæmi um sætiskerfi, dæmi: tölustafurinn 5 táknar fimm hundruð í tölunni 3576 í tugakerfi, en fimmtíu í 8357 sönnun í stærðfræðilegri sönnun er sýnt fram á að fullyrðing, sem er sett fram, sé ávallt sönn T tafla samsett úr röðum og dálkum, notuð til að skipuleggja og flokka gögn og auðvelda yfirsýn taka út fyrir sviga taka sameiginlegan þátt út fyrir liðastærð samkvæmt dreifireglu, t.d. þáttinn 6 í 12 x + 6 = 6(2 x + 1) eða x í x 3 + 3 x 2 + x = x ( x 2 + 3 x + 1)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=