Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 59 stuðlarit/ stöplarit myndrit sem samanstendur af súlum sem standa hver upp við aðra; notað þegar unnið er með flokkaskipt gögn og ræðst fjöldi súlna af fjölda flokka (ein súla fyrir hvern flokk); hæð súlu sýnir tíðni (eða hlutfallstíðni) fyrir viðkomandi flokk/mæligildi stuðull við óþekkta stærð/ breytu tala sem óþekkta stærðin/breytan er margfölduð með stytta brot deila með sömu tölu í teljara og nefnara brots þannig að brotið haldi gildi sínu, dæmi: = = 9 12 9 : 3 12 : 3 3 4 stýrivextir þeir vextir sem Seðlabanki Íslands býður bönkum og sparisjóðum þegar þeir fá lán; stýrivextir eru áhrifavextir á almennum lánamarkaði stæða inniheldur tölur, breytur (t.d. x og y ) og e.t.v. aðgerðatákn, dæmi: 2 x + 3 y ─ 4; algebrustæða stækkun aukning/hækkun samkvæmt gefnum mælikvarða; hlutfallið [stærri tala] : [minni tala] stærðfræðilíkan, reiknilíkan kerfi sem líkir eftir raunverulegum aðstæðum, sett fram á stærðfræði- legan hátt; þegar kerfið hefur verið sett fram er hægt að beita því á raunverulegu aðstæðurnar stöplarit sjá stuðlarit summa útkoma þegar tvær eða fleiri tölur eru lagðar saman, samtala; liður + liður = summa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=