Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 58 spönn mæling á dreifingu í tölfræði; sýnir mismuninn á hæsta og lægsta gildi í gagnasafni; dreifisvið staðalform tölu sá háttur að skrá tölu sem margfeldi af tölu á bilinu 1 til 10 og veldi af 10, t.d. 6,57 · 1010 í stað 65.700.000.000 stafræn (eining) vistar, túlkar eða veitir upplýsingar í formi tölu, t.d. stafræn mynd, stafrænt úr; upplýsingarnar eru vistaðar með tveimur gildum, 0 („af“) og 1 („á“) stak í mengi hlutir sem mynda mengi kallast stök þess; talan 3 er stak í menginu A, táknað 3 ∈ A stig jöfnu hæsti veldisvísir óþekktrar stærðar (breytu) í jöfnu; dæmi: jafnan 2x3 – 3x2 – x + 1 = 0 er af þriðja stigi stórhringur (kúlu) hringur umhverfis kúluflöt sem hefur sömu miðju og kúlan; þversnið kúlu í gegnum miðju kúlunnar inniheldur stórhring strendingur margflötungur með tvo eins endafleti, sem eru samsíða marghyrningar, og þrjá eða fleiri hliðarfleti sem eru samsíðungar þrístrendingur fimmstrendingur strengur í hring strik milli tveggja punkta á hringferli strik bútur af línu milli tveggja punkta; línustrik
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=