Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 57 spegilsamhverfa spegilsamhverfa verður til þegar lína – sem nefnist spegilás – skiptir hlut eða mynd í tvo helminga þannig að hvor helmingur er spegil- mynd hins; mynd getur haft fleiri en einn spegilás, t.d. hefur bókstafurinn H tvo spegilása spegiltala tala sem verður eins þótt röð tölustafanna sé snúið við, t.d. 2002, 818 spegla flatarmynd að flytja alla punkta flatarmyndar þvert yfir línu, spegilás, þannig að fjarlægð sérhvers punkts myndarinnar frá spegilásnum haldist óbreytt speglun flatarmyndar flutningur þegar allir punktar flatarmyndar flytjast þvert yfir línu, spegilás, þannig að fjarlægð sérhvers punkts myndarinnar frá spegilásnum haldist óbreytt spönn mæling á dreifingu í tölfræði; sýnir mismuninn á hæsta og lægsta gildi í gagnasafni; dreifisvið staðalform tölu sá háttur að skrá tölu sem margfeldi af tölu á bilinu 1 til 10 og veldi af 10, t.d. 6,57 · 10 10 í stað 65.700.000.000 stafræn (eining) vistar, túlkar eða veitir upplýsingar í formi tölu, t.d. stafræn mynd, stafrænt úr; upplýsingarnar eru vistaðar með tveimur gildum, 0 („af“) og 1 („á“)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=