Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 55 skurðpunktur tveggja lína eða ferla sameiginlegur punktur tveggja lína eða ferla slétt tala náttúrleg tala sem er deilanleg með 2; tala sem endar á 0, 2, 4, 6 eða 8 slumpreikningur reikningur með námunduðum tölum, t.d. er 2,1 · 4,9 ≈ 2 · 5 = 10 (táknið ≈ merkir um það bil) sneið (hrings) sjá hringsneið snertill tiltekin lína og ákveðinn feril, sem snertast þannig að hallatala línunnar og ferilsins er sú sama í snertipunktinum; snertill við hring er alltaf hornréttur á geisla snið lýsing á stærð, formi eða tegund innihalds; tölur má skrifa með margvíslegu sniði: 3400 og 3,4·10 3 eru tvö snið sömu tölu, þriðja sniðið, 3,4E+3, er t.d. notað í reiknivélum sniðill hrings lína sem gengur gegnum hring og sker hringferilinn á tveimur stöðum sniðmengi tveggja eða fleiri mengja mengi staka sem tilheyra tveimur eða fleiri mengjum samtímis, táknað A ⋂ B

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=