Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 54 skammhlið í rétthyrndum þríhyrningi hvor sem er af styttri hliðum rétthyrnds þríhyrnings; skammhliðar eru armar rétta hornsins skattstofn grunnurinn sem tekjuskattur er reiknaður af eftir að iðgjald í lífeyrissjóð hefur verið dregið af tekjunum skattur er innheimtur af launatekjum, hagnaði af atvinnurekstri, vaxtatekjum, eldsneyti o.fl. til að fjármagna opinber útgjöld skauthnit sjá pólhnit skekkja frávik mælingar frá réttu gildi skekkjumörk frávik innan tilgreinds bils sem talið er eðlilegt frá einhverri stærð, oft uppgefið í prósentum skipta tölu upp eftir sætum að skipta tölu í einingar, tugi, hundruð o.s.frv. og skrifa töluna sem summu þessara talna, t.d. 234 = 200 + 30 + 4 skífurit myndrit þar sem hring er skipt upp í hringgeira þannig að hver geiri sýnir ákveðið hlutfall af heildinni; gefur upplýsingar um hvernig heildinni er skipt upp; kökurit skurðhallajafna (línu) bein lína með hallatöluna h sem sker y─ás í (0, k ) hefur skurðhallajöfnuna y = hx + k

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=