Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 53 samsíðungur ferhyrningur þar sem gagnstæðar hliðar eru jafn langar og samsíða samþátta tölur gangi sama heiltala c ( c er stærri en 1) upp í tvær heiltölur, a og b , kallast a og b samþátta og talan c kallast samþáttur a og b ; andheiti samþátta er ósamþátta samþáttur sjá samþátta tölur sanna sýna fram á eitthvað, sýna að eitthvað sé satt, styðja óhrekjandi rökum sanngildi gildi fullyrðingar, sönn eða ósönn sanngildistafla tafla yfir sanngildi fullyrðinga, sanntafla senti- einn hundraðasti hluti (10 –2 ) úr mælieiningu, t.d. 1 sentimetri (cm) = 0,01 m, 1 sentilítri (cl) = 0,01 l setning Pýþagórasar regla Pýþagórasar sexhyrningur marghyrningur með sex horn og sex hliðar SI-forskeyti notuð til að búa til einingar sem hafa aðra stærð en grunneiningin í SI-kerfinu; kíló-, hektó-, deka-, desi-, senti-, milli-, mega-, gíga-, míkró-, nanó- … SI-kerfið alþjóðlegt einingakerfi sem byggt er á tugakerfinu og tugveldum og inniheldur metrakerfið; S. I. er skammstöfun á franska heitinu Système International sívalningur, réttur rúmmynd sem afmarkast af tveimur hringlaga endaflötum og sveigðum rétthyrndum hliðarfleti sem oft er nefndur möttull; möttullinn er hornréttur á endafletina

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=