Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 52 samlagningar- andhverfa tvær tölur, sem samanlagt eru samlagningarhlutleysa, eru samlagningarandhverfur; t.d. eru tölurnar 5 og (–5) samlagningarandhverfur af því að 5 + (–5) = 0 samlagningar- hlutleysa talan 0 er hlutlaus í samlagningu; þ.e. a + 0 = 0 + a = a , þar sem a er ótilgreind tala samliggjandi tölur heilar tölur sem koma hver á eftir annarri samkvæmt gefinni forskrift, t.d. eru 7, 9, 11 samliggjandi oddatölur sammengi (tveggja eða fleiri mengja) sammengi mengjanna A og B inniheldur öll stök beggja mengjanna, skráð A ⋃ B samnefnari brota tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í samnefnd brot brot með sameiginlegan nefnara, t.d. 1/5 og 3/5 samokareglan ( a + b ) ( a – b ) = a 2 – b 2 þar sem a og b eru ótilgreindar tölur samsett tala heil tala sem er margfeldi tveggja heilla talna sem eru stærri en einn, t.d. 30 = 6 · 5; sérhver samsett tala hefur tvo eða fleiri frumþætti, sbr. 30 = 2 · 3 · 5; þáttanleg tala samsíða fletir (sléttir) fletir sem eru hornréttir á sömu línuna, samsíða fletir skerast aldrei samsíða línur beinar línur sem liggja í sama fleti án þess að skerast; fjarlægðin milli línanna er alls staðar hin sama
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=