Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 50 rúmmál rúmið sem einhver hlutur fyllir, mál sem tilgreinir það magn sem ílát getur rúmað, oft mælt í lítrum, rúmmetrum, rúmsentimetrum o.s. frv. rúmmetri rúmmálseining sem jafngildir rúmmáli tenings með brúnarlengdina 1 m; 1 rúmmetri = 1 m3 (= 1000 lítrar) rúmsentimetri rúmmálseining sem jafngildir rúmmáli tenings með brúnarlengdina 1 cm; 1 rúmsentimetri = 1 cm3 = 1 millilítri; 1000 cm3 = 1 dm3 = 1 lítri ræð tala tala sem skrifa má sem almenn brot, þ.e. tala sem skrá má sem hlutfall tveggja heilla talna, t.d. 3/5, 11/7, 5/1, 0,7 = 7/10, 0,333 … = 1/3 ræðar tölur mengi heilla talna og brota, þ.e. talna sem skrá má sem hlutfall tveggja heilla talna rökleiðsla það að leiða rök að einhverju, rökfærsla röksemdafærsla rök fyrir einhverju, rökfærsla; röksemdafærsla byggist á því að draga ályktun út frá gefnum forsendum rökþraut þraut sem krefst röksemdafærslu S sameiginlegur þáttur, samþáttur sameiginlegur þáttur tveggja talna er tala sem gengur upp í báðar tölurnar; t.d. er talan 5 sameiginlegur þáttur beggja liða í stæðunni 5x + 10 samfelld breyta talnabreyta sem getur tekið hvaða gildi sem er á tilteknu bili, dæmi um samfellda breytu er t.d. öll rauntölugildi á tilteknu bili á talnalínu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=