Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 5 annars stigs fall fall á forminu f ( x ) = ax 2 + bx + c þar sem a , b og c eru fastar (tölur), og x er breyta sem kemur hæst fyrir í öðru veldi, b og c geta verið 0 en a getur ekki verið 0 annars stigs jafna (með einni breytu) jafna á forminu ax 2 + bx + c = 0 þar sem a , b og c eru fastar (tölur) og x er breyta sem kemur hæst fyrir í öðru veldi, b og c geta verið 0 en a getur ekki verið 0 arabísk talnaritun talnaritun í sætiskerfi með grunntölunni tíu; upphaflega þróað af Indverjum og síðar aröbum; það var fyrst á 15. öld sem þessi talnaritun náði verulegri fótfestu í Evrópu; sjá indó-arabísk talnaritun armur horns önnur tveggja hálflína sem mynda horn; armar horns ganga út frá oddpunkti hornsins A-snið flokkur staðlaðra pappírsstærða þar sem hlutfallið milli lengri og styttri hliðar pappírsins er ferningsrótin af 2 atburður (í líkindafræði) safn (mengi) útkoma sem uppfyllir tiltekin skilyrði; dæmi: þegar teningi er kastað eru 6 mögulegar útkomur, útkomusafnið {1, 3, 5} uppfyllir atburðinn „upp kemur oddatala“; sjá einnig útkoma aukastafir tölustafir hægra megin við kommuna í tugabroti; fyrsti aukastafurinn sýnir tíundu hluta, annar aukastafurinn sýnir hundraðshluta o.s.frv.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=