Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 49 réttur strendingur margflötungur með tvo eins grunnfleti ─ sem eru samsíða marghyrningar ─ og rétthyrningslaga hliðarfleti sem eru hornréttir á grunnfletina rómversk talnaritun talnaritun, þar sem bókstafir, t.d. I , V , X , L , C , D og M , eru tákn fyrir tilteknar tölur: einingu, hálfan og heilan tug, hálft og heilt hundrað og hálft og heilt þúsund rótarstofn stærðin undir rótartákni; stærðin sem rót er tekin af runa (í stærðfræði) sjá talnaruna rúmdesimetri rúmmálseining sem jafngildir rúmmáli tenings með brúnarlengdina 1 dm (10 cm); 1 rúmdesimetri = 1 dm 3 = 1 lítri rúmfræði grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta, horna, flatarmynda og rúmmynda rúmfræðiforrit forrit fyrir tölvu sem gerir mögulegt að teikna rúmfræðilegar myndir sem má breyta, stækka eða minnka beint á skjánum rúmfræðilegar myndir myndir í tveimur eða þremur víddum, t.d. þríhyrningur eða píramídi rúmfræðilegur staður punktur eða punktamengi sem hafa ákveðna eiginleika; hringur og miðþverill eru dæmi um rúmfræðilega staði rúmfræðiteikning línur og hringbogar, teiknað með hringfara og reglustiku rúmmál rúmið sem einhver hlutur fyllir, mál sem tilgreinir það magn sem ílát getur rúmað, oft mælt í lítrum, rúmmetrum, rúmsentimetrum o.s. frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=