Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 48 reikniaðgerð stærðfræðileg aðgerð sem er framkvæmd á tölum; algengustu reikniaðgerðirnar eru fjórar: samlagning, frádráttur, margföldun og deiling (ekki er þó hægt að deila með núlli); aðrar algengar reikniaðgerðir eru t.d. að hefja upp í veldi og finna ferningsrót reiknilíkan, stærðfræðilíkan kerfi sem líkir eftir raunverulegum aðstæðum, sett fram á stærðfræðilegan hátt; þegar kerfið hefur verið sett fram er hægt að beita því á raunverulegu aðstæðurnar reiknirit safn leiðbeininga, fyrirmæla eða skipana sem er raðað skref-fyrir-skref til þess að leysa tiltekið verkefni; dæmi: aðferðir við að framkvæma grunnreikniaðgerðir, aðferðir til að ákvarða hvort náttúruleg tala sé frumtala; meðal reiknirita í daglegu lífi eru leiðarlýsingar (leiðbeiningar um hvernig skuli komast milli tveggja eða fleiri staða), mataruppskriftir og leiðbeiningar um samsetningu húsgagna eða leikfanga. rétt hlutfall tvær stærðir, x og y, standa í réttu hlutfalli hvor við aðra þegar y/x = k, þar sem k er fasti og x ≠ 0 rétt horn horn sem mælist 90° rétthyrndur þríhyrningur þríhyrningur þar sem eitt hornið er 90° rétthyrningur ferhyrningur og um leið samsíðungur þar sem öll horn eru rétt, 90° rétthyrnt hnitakerfi í fleti hnitakerfi sem samanstendur af tveimur talna- línum (hnitaásum) sem eru hornréttar hvor á aðra og skerast í núllpunktum sínum; lárétta talnalínan er oft nefnd x─ás og lóðrétta talnalínan nefnd y─ás; sérhver punktur er táknaður með talnatvennd (x, y) sem lýsir staðsetningu hans ─ fyrri talan nefnist láhnit eða x─hnit og seinni talan nefnist lóðhnit eða y─hnit
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=