Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 47 pýþagórísk þrennd þrjár náttúrlegar tölur, a , b og c , sem hlíta reglu Pýþagórasar, a 2 + b 2 = c 2 , t.d. 3 – 4 – 5 og 5 – 12 – 13 R radíus hrings sjá geisli í hring raðtala tala sem segir til um röð eða staðsetningu, sbr. fyrsti, annar, þriðji o.s.frv.; ef raðtölur eru ritaðar með tölustöfum fylgir punktur, t.d. 1. (fyrsti) eða 10. (tíundi) raðtvennd talnapar, þar sem röð talnanna skiptir máli, t.d. (3, 2) sem er ekki jafnt (2, 3) rakningarformúla formúla sem gefur upp næstu tölu (t.d. myndtölu) út frá fyrri tölu í runu eða mynstri; rammarit myndrit sem gefur yfirsýn yfir dreifingu og miðsækni og afmarkar með ramma þann helming gagna sem er næst miðgildinu; einnig notað til að afmarka skekkjumörk í tölfræði rauntölur allar tölur á talnalínunni; sérhver punktur á talnalínu svarar til rauntölu; mengi ræðra og óræðra talna regla Pýþagórasar í rétthyrndum þríhyrningi er summa lengda skammhliðanna í öðru veldi jöfn lengd lang- hliðarinnar í öðru veldi; ef a og b eru lengdir skammhliðanna en c er lengd langhliðarinnar í rétthyrndum þríhyrningi þá gildir a 2 + b 2 = c 2 reglulegur marghyrningur marghyrningur þar sem öll horn eru jafnstór og allar hliðar jafnlangar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=