Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 46 prósent hluti af hundraði, tákn %, hundraðshluti; þá er 1% jafnt og 1/100; 100% samsvarar einum heilum (allri heildinni) prósenta fjöldi hundraðshluta, hlutfall af hundraði prósentustig mismunur milli tveggja prósentutalna ─ oftast notað þegar breyting á prósentu á sér stað í samsvarandi útreikningum; t.d. ef vextir hækka úr 4% í 5% þá er hækkunin eitt prósentustig punktarit myndrit, graf falls sem er aðeins skilgreint fyrir stök gildi þannig að ekki er hægt að draga feril eða línu milli punktanna punkthallajafna línu bein lína með hallatöluna h sem fer í gegnum þekktan punkt ( x 1 , y 1 ) hefur punkthallajöfnuna y ─ y 1 = h ( x ─ x 1 ) punktsamhverfa bókstafirnir N, S og Z eru dæmi um punktsamhverfu, sjá samhverfa um línu eða punkt punktur staður í rúminu sem hefur enga vídd (þ.e. enga lengd, ekkert þvermál og ekkert rúmmál) Pýþagórasarregla sjá „regla Pýþagórasar“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=