Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 45 P P.M. post meridiem − orðin eru latnesk en „meridies“ merkir hádegi, kl. 12:00; alþjóðlegt tákn sem merkir „eftir hádegi“, á íslensku skammstafað e.h. pí hlutfall ummáls, U, og þvermáls hrings, Þ, táknað π = U/Þ; nálgunargildi π er 3,14159 ..., einnig er stundum notað brotið 22/7 píramídi margflötungur með grunnflöt, sem er marghyrningur og hliðarfleti sem eru þríhyrningar, jafnmargir og hliðar grunnflatarins; þríhyrningarnir rísa upp í einn sameiginlegan topppunkt pólhnit tvær tölur, r og v , sem staðsetja punkt P í sléttum fleti, táknað ( r , v ) þar sem r er fjarlægð punktsins frá upphafspunkti hnitakerfisins, og v er stærð hornsins sem hálflína frá upphafspunktinum í gegnum P myndar við ás hnitakerfisins; skauthnit pólhnitakerfi hnitakerfi þar sem staðar- ákvörðun er gefin með pólhnitum prímtala frumtala; tala sem engin tala gengur upp í nema talan 1 og talan sjálf; fyrstu prímtölurnar eru 2, 3, 5, 7, 11 ... prómill prómill er einn tíundi af prósenti eða einn hluti af þúsundi, tákn ‰; þá er 1‰ jafnt og 1/1000; 1000‰ samsvara einum heilum (allri heildinni)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=