Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 43 O oddatala náttúrleg tala sem er ekki deilanleg með 2; sem endar á 1, 3, 5, 7 eða 9 oddpunktur punkturinn þar sem tveir armar horns mætast opin spurning spurning sem þátttakendur í spurningakönnun geta svarað frjálst orlofslaun greiðslur frá atvinnurekanda sem fólk fær í sumarleyfinu í stað launa; orlofslaunin árið 2019 voru að lágmarki 10,17% af öllum greiddum launum orsakasamhengi samhengi (milli hluta, atburða, …) sem reist er á orsökum og afleiðingum Ó óbein sönnun sönnun þar sem gert er ráð fyrir að það sem sanna á sé ósatt og sýnt fram á að það leiði til mótsagnar óeiginlegt brot almennt brot stærra en 1; teljarinn er alltaf stærri en nefnarinn í óeiginlegu broti, dæmi: 9/4 óendanlegt tugabrot lotubundið tugabrot eða tugabrotsform óræðrar tölu óendanleiki hugmyndafyrirbæri um e-ð sem er engum takmörkunum háð, tekur engan endi; t.d. er lína engum takmörkunum háð, hún teygir sig út í hið óendanlega; í stærðfræði er óendanleikinn táknaður með ∞

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=