Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 42 nefnari brots talan sem er undir brotastriki í almennu broti; nefnari sýnir í hve marga jafna hluta heildinni er skipt; sjá teljari brots neikvæð tala tala sem er minni en 0; neikvæðar tölur eru vinstra megin við 0 á talnalínunni og eru táknaðar með frádráttarmerki/mínusmerki neikvæður snúningur réttsælis hringhreyfing, með gangi klukku- vísa; horn sem myndast af neikvæðum snúningi eru sögð neikvæð neikvætt horn horn sem myndast af neikvæðum snúningi nettólaun laun eftir að skattar og aðrar samningsbundnar greiðslur hafa verið dregnar frá þeim núllpunktsreglan ef margfeldi talna eða algebrustæða er 0 hlýtur að minnsta kosti einn þátturinn að vera 0; ef ( x – 3)( x + 2) = 0 þá er ( x – 3) = 0 eða ( x + 2) = 0, þ.e. x = 3 eða x = –2 núllstöð falls skurðpunktur grafs falls y = f ( x ) við x -ásinn; x -gildið er fundið með því að leysa jöfnuna y = 0 eða f ( x ) = 0, þ.e. fallgildið er 0; fall getur haft margar núllstöðvar núllstöð grafs punktur þar sem graf jöfnu með tveimur breytum sker x -ás
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=