Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 40 mismengi mengjamunur, mengjamismunur; mismengi tveggja mengja A og B er mengi þeirra staka sem eru í A en ekki í B, táknað A\B (lesið A mis B eða A án B) mismunur svarið í frádráttardæmi: liður – liður = mismunur míkró- einn milljónasti hluti af mælieiningu (10 –6 ), t.d. míkrómetri, 1 µm = 0,000001 m; míkrógramm, 1 µg = 0,000001 g mótdæmi dæmi sem stangast á við tilgátu myndnúmer tala sem táknar númer í röð mynda myndrit samheiti fyrir myndræna framsetningu á flokkuðum gögnum, t.d. línurit, skífurit, súlurit, líkindatré, talningartré, punktarit o.s.frv. myndtala tala sem segir til um úr hve mörgum einingum mynd er sett saman mæla bera eiginleika hlutar saman við einingu af sama tagi; tengja talnagildi við mælanlegan hlut með þar til gerðu tæki/áhaldi; sjá mæling mælieining stærð sem notuð er til að tilgreina gildi einhvers sem hefur verið mælt; dæmi um grunnmælieiningar í SI-kerfinu eru metri og kílógramm mælikvarði hlutfallið milli lengdar á eftirmynd og samsvarandi lengdar á frummynd, t.d. lengdar á landakorti og lengdar á landi; dæmi: mælikvarði landakorts er 1 : 5000 mæling mæling er mat á lengd, þyngd, rúmmáli eða öðrum eiginleikum í samanburði við staðlaða einingu af sama tagi, sem er þá grunneining eða mælieining

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=