Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 4 algebra sú grein stærðfræðinnar þar sem bókstafir (eða tákn) eru notaðir til að tákna tölur og breytur í formúlum og jöfnum; fjallar meðal annars um reikniaðgerðir og eiginleika þeirra, til dæmis lausnir á jöfnum algebrísk lausn samheiti yfir að leysa jöfnur með reikningi, til dæmis með innsetningar- aðferð eða samlagningaraðferð algebrugluggi í rúmfræðiforritum inniheldur algebruglugginn meðal annars hnit punkta og jöfnur algebrustæða inniheldur tölur, breytur (t.d. x og y ) og e.t.v. aðgerðartákn, dæmi: 2 x + 3 y ─ 4; breytur í algebrustæðu tákna tölur; stæða algildi sjá tölugildi alhæfa láta niðurstöður gilda fyrir stærra safn eða breiðara svið en það sem niðurstöðurnar fengust úr almennt brot tala táknuð sem hlutfall tveggja talna a og b , ritað a / b þar sem b ≠ 0, a nefnist teljari og b nefnari, dæmi 1/2, 7/19 og 12/4 altæk tilvísun í reit/hólf felur í sér að formúlan í heild eða hlutar af henni „læsast“ þegar hún er afrituð; altækri tilvísun er læst með því að nota dollaratáknið $ andhverfar aðgerðir reikniaðgerðir sem upphefja hvor aðra, t.d. samlagning og frádráttur, margföldun og deiling, að hefja upp í veldi og draga rót andstæðir atburðir í líkindafræði er andstæða atburðarins A að atburðurinn A eigi sér ekki stað; andstæða atburðar A er táknuð með A�; sjá fylliatburður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=