Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 39 miðstrengur strik sem gengur gegnum miðju hrings með báða endapunkta á ferli hans; lengd miðstrengs nefnist þvermál miðsækni gildi sem er ætlað að endurspegla miðju mælinga í röðuðu gagnasafni ─ gildi sem í vissum skilningi telst dæmigert fyrir gagnasafnið; algengustu mæligildin eru meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi miðþverill striks lína sem myndar rétt horn við strik í miðpunkti þess milli- einn þúsundasti hluti (10–3) af mælieiningu, t.d. millimetri, 1 mm = 0,001 m; milligramm, 1 mg = 0,001 g milljarður þúsund milljónir, 1.000.000.000 milljón þúsund þúsundir, 1.000.000 minni vasareiknis virkar sem falinn gluggi í vasareikninum sem hægt er að skrá tölu í og kalla fram aftur minnkun smækkun/lækkun samkvæmt gefnum mælikvarða; hlutfallið [minni tala] : [stærri tala] minnsta sameiginlega margfeldi talna minnsta talan sem allar tölurnar, sem um ræðir hverju sinni, ganga upp í; minnsti samnefnari; minnsta samfeldi minnsta samfeldi talna minnsta sameiginlega margfeldi talnanna; minnsta tala sem tvær eða fleiri náttúrlegar tölur ganga upp í; t. d. er 30 minnsta samfeldi talnanna 6 og 15

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=