Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 38 mengjahringur lokaður ferill í teikningu, notaður til að afmarka mengi mengjamynd Vennmynd; skýringarmynd sem sýnir hvernig rökfræðilegu samhengi mengja er háttað, lýsir innbyrðis afstöðu mengja metrakerfið mælieiningakerfi sem hefur metra, lítra og gramm fyrir grunneiningar og breytingar í stærri og minni mælieiningar eru í samræmi við tugakerfisrithátt metri grunnlengdareining metrakerfisins, táknuð m miðgildi talnagildi sem liggur í miðju gagnasafns ef gögnunum er raðað eftir stærð; ef heildarfjöldi gilda er slétt tala er tekið meðaltal þeirra tveggja gilda sem eru næst miðju; miðgildi er eitt þeirra gilda sem segir til um miðsækni, t.d. er 14 miðgildi talnasafnsins -2, 5, 11, 17, 36, 51 miðjuhorn miðhorn; horn sem hefur oddpunkt í miðju hrings og tvo geisla fyrir arma miðlína í þríhyrningi lína sem dregin er frá hornpunkti þríhyrnings til miðpunkts mótlægrar hliðar miðpunktur striks punktur sem er jafnlangt frá báðum endapunktum striks

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=