Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 37 massi efnismagn, mælt með grunneiningunni kg í SI-kerfinu, oft nefnt þyngd sem er togkraftur jarðar í massann og stendur í réttu hlutfalli við massann við yfirborð jarðar meðalhraði vegalengd deilt með tíma; sá hraði sem hlutur hreyfist að jafnaði yfir tiltekna vegalengd meðaltal niðurstaðan sem fæst þegar deilt er í summu talna með fjölda þeirra; algengasta aðferðin til að lýsa miðsækni mega- (í mælieiningum) milljónfaldur (10 6 ), t.d. megatonn, megavatt, megabæti mengi vel skilgreint safn af hvaða tagi sem er, s.s. mengi náttúrlegra talna, mengi flatarmynda o.s.frv.; safn staka sem mynda eina heild mengi heilla talna (Z) talnamengið {… –3, –2, –1, 0, 1, 2, 3 …} mengi náttúrlegra talna (N) talnamengið,{1, 2, 3 …}; tölurnar sem notaðar eru til að telja með mengi rauntalna (R) talnamengi sem inniheldur ræðar og óræðar tölur mengi ræðra talna (Q) talnamengið sem inniheldur náttúr- legar tölur, brot og neikvæðar tölur; mengi allra talna sem skrifa má á á forminu a / b þar sem a og b eru heilar tölur og b ≠ 0 mengjahringur lokaður ferill í teikningu, notaður til að afmarka mengi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=