Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 36 margföldunar- reglan í talningarfræði regla til að finna á hve marga vegu tveir eða fleiri óháðir atburðir geta átt sér stað; ef hægt er að framkvæma einn hlut á a vegu og annan hlut á b vegu þá er hægt að fram- kvæma báða hlutina á a · b vegu margföldunar- stuðull tala sem margfaldað er með, t.d. í stækkun og smækkun flatarmynda marghyrningur lokuð flatarmynd sem afmarkast af endanlega mörgum línustrikum sem nefnast hliðar og skerast bara í endapunktum sínum, engar tvær samliggjandi hliðar eru á sömu línu; endapunktar hliðanna kallast horn- punktar marghyrningsins og hornin milli samliggjandi hliða kallast horn hans; marghyrningur hefur jafnmörg horn og hliðar, t.d. sjöhyrningur margliða summa liða sem hver um sig er margfeldi af föstum stuðli og einni eða fleiri breytistærðum sem hafnar eru upp í heil veldi (stærri eða jöfn núlli), t.d. 5 x 4 + 3 x 3 – 4 x 2 + 2 x – 1 markgildi falls gildi sem fallgildið nálgast þegar óháða breytan nálgast ákveðið gildi eða stefnir á óendanlegt eða mínus óendanlegt markverðir stafir tölustafir í tölu að frátöldum núllum til vinstri í tölunni; allir stafir til og með fyrsta óvissa staf eru kallaðir markverðir; ef um heila tölu er að ræða getur síðasti stafurinn sem ekki er núll verið síðasti markverði stafurinn; dæmi: 0,0035 hefur tvo mark- verða stafi; 375000 gæti haft einungis þrjá markverða stafi, það fer eftir samhenginu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=